Fara í efni
Heim

Þjónusta

Við viljum að þú hafir það gott og skemmtilegt hjá okkur. Skemmtu þér á Reykjavík Marina.

  • Innritun er frá klukkan 15:00 á komudegi.
  • Útritun er fyrir 12 á hádegi á brottfarardegi.
  • Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.
  • Morgunverður er frá 07:00 til 10:00.
  • Vakna snemma - gríptu með þér "grab´n go" - pantað daginn áður

 

Slippbíó

Slippbíó er litríki bíósalurinn okkar sem hentar einkar vel fyrir smærri fundi, kynningar og fyrirlestra eða kvikmyndasýningu. Bíóið tekur 20 manns í sæti.

Slippbarinn

Opnum Slippbarinn í September - hlökkum til að sjá ykkur!

Þú bragðar á kokteil sem þú gleymir aldrei. Slippbarinn snýst um ógleymanleg augnablik.

Slippbarinn er fyrsti kokteilbarinn í Reykjavík og þar eru handverk í kringum gerð kokteila í hávegum höfð. Matur og drykkur byggja á klassískum grunni með snúningi en sérstaða barsins felst í einlægri nálgun og hugmyndafræðinni á bak við hvern kokteil og rétt á matseðlinum.

Þrekvirki

Á líkamsræktarsvæðinu eru lóð, hlaupabretti, lítill klifurveggur, jógamotta, rimlar og fleiri áhöld til íþróttaæfinga og gestir segja það sérlega gott að svitna þarna í viðurvist annarra gesta og gangandi.