Fara í efni
Heim

Marina Svítan

Marina svítan er öll hin glæsilegasta. Hún er staðsett á 3.hæð og er 66,7m2. Útsýnið er stórkostlegt úr báðum svítunum yfir sjóinn í átt að Faxaflóa og Esjunni einnig er útsýni yfir miðbæinn, Hörpu og yfir Vesturbæinn, jafnvel á meðan þú liggur í baði. Svítan er fallega innréttuð og mikið lagt í skemmtilega hönnun. Hægt er að stækka svítuna með því að fá samliggjandi herbergi.

Gestir eru velkomnir í „Social Hour“ með drykkjum og léttum veitingum, sér að kostnaðarlausu. 

Samstarf Icelandair Hotels og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Fast hlutfall af hverri gistinótt á Marina svítunni rennur til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og styrkja því gestir svítunnar þetta gjöfula starf samtakanna. Svítan er tileinkuð baráttunni við hafið og sérstaklega sjóbjörgunarstarfi Slysavarnarfélagsins á togaranum Cap Fagnet við Grindavík árið 1931 þar sem 38 skipsbrotsmönnum var bjargað úr bráðri lífshættu. 

Verð frá:

 • Í dag
 • 48.800 ISK
 • Næstu 30 dagar
 • 48.800 ISK
 • 30-60 dagar
 • 47.200 ISK
 • 60-90 dagar
 • 50.700 ISK

Aðbúnaður

 • King size rúm
 • Sími
 • Flatskjár
 • Frí nettenging
 • Hárþurrka
 • Ketill, te og kaffi 
 • Setustofa
 • Öryggishólf
 • Social Hour - Léttar veitingar
 • Morgunverður innfalinn í verði