Fara í efni
Heim

Ávaxtaðu & Framlengdu Ferðagjöfina

 

Lokað hefur verið fyrir skráningu í nýtingu ferðagjafar hjá Icelandair hótelum!

Áhugi á nýtingu á ávöxtun ferðagjafar hjá Icelandair hótelum fór fram úr öllum væntingum og þurfum við nú að nýta tímann vel
til að ná sambandi við alla þá viðskiptavini sem eru nú þegar skráðir.

Við biðjumst innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.  

Icelandair hótel eru þátttakendur í Ísland - Komdu með hvatningarátaki Ferðamálastofu.

Nú rennur Ferðagjöfin út þann 30. september nk.
Ávaxtaðu ferðagjöfina hjá Icelandair hótelum og framlengdu gildistíma hennar um 4 ár!

Ef þú innleysir 5000 kr. Ferðagjöf hjá Icelandair hótelum í skiptum fyrir inneignarbréf, færðu 1000 kr. mótframlag frá Icelandair hótelum.
Þá
átt þú 6.000 kr. inneign hjá Icelandair hótelum sem þú getur notað sem greiðslu upp í gistingu, veitingar eða aðra þjónustu hjá Icelandair hótelum í  allt að fjögur ár.

Til þess að kaupa inneignarbréfið þarftu að skrá þig hér að neðan með nafni og helstu upplýsingum.
Þjónustufulltrúi hringir í þig þegar röðin er komin að þér. Lokað fyrir nýjar skráningar
Þá þarft þú að gefa upp Ferðagjafanúmerið úr Ferðagjafar-appinu.

 

*Icelandair hótel áskilja sér rétt á því að loka fyrir nýjar skráningar fyrirvaralaust sé útlit fyrir að ekki sé hægt að afgreiða inneignarbréfin í tæka tíð. 

Spurt & svarað:

Í stuttu máli, hvernig virkar þetta?
Þú skráir þig með því að smella hér fyrir ofan og fylla út helstu upplýsingar. Lokað fyrir nýjar skráningar.
Þjónustufulltrúi hringir svo í þig um leið og röðin er komin að þér.
Þá gefur þú upp Ferðagjafanúmerið þitt.
Þegar búið er að staðfesta greiðsluna færðu sendan tölvupóst með 6.000 kr. gjafabréfi frá Icelandair hótelum.

Hvað geri ég við gjafabréfið?
Þú prentar út gjafabréfið og hefur það meðferðis næst þegar þú vilt nýta það.
Einnig er hægt að bóka gistingu með gjafabréfi hér á vefnum og notað gjafabréfakóðann upp í greiðslu.

Hvað gildir gjafabréfið lengi?
Það gildir í 4 ár frá útgáfudegi.

Hvar gildir gjafabréfið?
Gjafabréfið gildir upp í vörur og þjónustu á hótelum, veitingastöðum og heilsulindum er reknar eru af Icelandair hótelum (Flugleiðahótel ehf).

Ég hef þegar notað hluta af ferðagjöfinni, get ég enn nýtt það í skiptum við 6.000 kr. inneign?
Til að fá 1.000 kr. mótframlagið er aðeins tekið á móti ónotuðum ferðagjöfum að upphæð 5.000 kr.
Öllum er þó velkomið að kaupa önnur gjafabréf sem við erum með í sölu og láta Ferðagjöfina ganga upp í þau.

Ég er með fleiri en eina Ferðagjöf, get ég nýtt þær allar?
Fyrir hverja 5.000 kr. Ferðagjöf færðu 6.000 kr. inneignarbréf.
Það er velkomið að kaupa fleiri en eitt.

Ég er ekki viss hvar ég finn Ferðagjafakóðann minn.
Til að sækja kóðann þarftu að sækja appið eða finna kóðann á þinni síðu á Ísland.is
Nánari upplýsingar um Ferðagjöfina eru hér.

Hvenær er síðasti séns til að fá inneignarbréfið?
Allar ferðagjafir verða óvirkar fimmtudaginn 30. september 2021 og munum við loka fyrir skráningu á hádegi þann dag.
Við hvetjum fólk til að vera snemma á ferðinni svo þjónustufulltrúar okkar nái að afgreiða kaupin í tæka tið. 

Athugið: Icelandair hótel áskilja sér rétt á því að loka fyrir nýjar skráningar fyrirvaralaust sé útlit fyrir að ekki sé hægt að afgreiða inneignarbréfin í tæka tíð. 

Lokað hefur verið fyrir skráningu í nýtingu ferðagjafar hjá Icelandair hótelum!

 

 

 

Fleiri tilboð

shutterstock_535116616.jpg

Brúðkaupsnótt á Akureyri

  • Gisting í Deluxe herbergi
  • Morgunverður innifalinn
  • Freyðivín, makkarónur, jarðarber og súkkulaði
  • Framlengd herbergjaskil til 14:00

Vinsæl tilboð

Vinsæl tilboð

Ávaxtaðu & Framlengdu Ferðagjöfina

Ávaxtaðu & framlengdu þína ferðagjöf hjá Icelandair hótelum!

1/4

Gerðu dvölina enn betri

Gerðu dvölina enn betri

Geiri Smart

Geira Smart er opinn og tekur vel á móti gestum á sinn einstaka hátt.
Hjarta Reykjavíkur slær enn í miðbæ borgarinnar, þar sem Geiri Smart fagnar bæði sérvisku og fágun.
Við beygjum okkur ekki undir neinar reglur þegar kemur að matargerð heldur spilum af fingrum fram á góð hráefni.

Áhugaverðir staðir

Harpa

800 m / 10 mín ganga

Tónlistar- og menningarhús er í göngufjarlægð frá hótelinu. 

Höfði

1,6 km / 20 mín ganga

Húsið á sér merkilega sögu frá 1909 en er einna þekktast í dag fyrir að hafa hýst leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs í október 1986.

Sólfarið

850 m / 11 mín ganga

...er óður til sólarinnar eftir Jón Gunnar Árnason og var afhjúpar á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1990.

Sundhöllin

900 m / 10 mín ganga

Elsta sundlaug landsins var opnuð 1937. Viðbyggingin var opnuð 2017 með nýrri útisundlaug, heitum pottum og köldum potti.