Fara í efni
Heim
Velkomin á

Hótel Edda Stórutjarnir

Opið: 12. júní - 19. ágúst 2020.

Stutt til allra átta

Hótel í alfaraleið og góð bækistöð, enda er afar margt að sjá og skoða í Þingeyjarsýslum. Dettifoss og Ásbyrgi, sem sagan segir vera hóffar Sleipnis, hests Óðins, hvalaskoðun á Húsavík, gönguferðir um Vaglaskóg, Dimmuborgir við Mývatn og stutt er að Goðafossi svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmargir sögufrægir staðir eru í héraðinu og óvíða eru möguleikar til silungsveiði betri.

Frítt Wi-Fi
Veitingastaður
parking-p-1 Frí bílastæði
hot-tub Heitur pottur
 • Alls 41 herbergi
  • 20 Eddu PLÚS herbergi og 21 herbergi með handlaug
 • Veitingastaður með fallegu útsýni
 • Útisundlaug og heitur pottur
 • Leikvöllur
 • Fundarsalir
 • Frítt internet
 • Svefnpokapláss í skólastofu - Eingöngu bókanlegt beint á hóteli á opnunartíma
 • Opið 12. júní - 19. ágúst 2020
  • Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður.

Betri dvöl

Betri dvöl

Morgunverðarhlaðborð

Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð í veitingasalnum fyrir bæði einstaklinga og hópa frá klukkan 7:30-9:30. Salurinn rúmar 80 manns.

 • Verð fyrir morgunverðarhlaðborð sumarið 2019 er 2.450,- kr.
 • Börn 6 - 12 ára 50% afsláttur
 • Börn 0-5 ára frítt

Á kvöldin bjóðum við uppá a la carte matseðil frá klukkan 18:30-21:00. 

Eddubitinn

Við viljum auðvelda þér ferðalagið...

Á öllum Edduhótelunum er að finna kæli þar sem hægt er að kaupa hollan og gómsætann bita til þess að grípa með sér á vit ævintýranna.

Úrval af drykkjum, skyr og nærandi snakk fyrir alla fjölskylduna. 

Áhugaverðir staðir

Goðafoss

6 km / 9 mín akstur / 2 tíma ganga

Goðafoss rennur í Skjálfandafljótt og er rétt hjá Fosshóli í Bárðardal.

Dimmuborgir

57 km / 45 mín akstur

... eru safn af ólíkum hraunmyndunum sem urðu til fyrir um 2000 árum. Fjölbreyttar gönguleiðir og fallegt svæði.

Mývatn

49 km / 40 mín akstur

Náttúrufegurðin er einstök við vatnið og hýsir einstakt vistkerfi sem dregur að sér ferðamenn frá öllum heimshornum.

Vaglaskógur

13 km / 18 mín akstur / 2,5 tíma ganga

... er næst stærsti skógur landsins. Mikið af birkitrjám og fallegum gönguleiðum.