Fara í efni
Heim

Þjónusta - Mývatn

Velkomin á Icelandair hótel Mývatn

  • Innritun er eftir kl. 15:00 á komudegi
  • Útskráning er fyrir kl. 12:00 á brottfarardegi

Mylla Restaurant

Mylla Restaurant er tímabundið lokaður. Við mælum með Gamla bænum.

Mylla Restaurant er nútíma veitingastaður þar sem boðið er upp á gómsætan mat og drykk. Boðið er upp á morgunverð, hádegismat, kaffi, drykki og kvöldverð. Við hlökkum til að taka á móti þér.

Barinn á Myllu er opinn frá kl 12:00 - 23:00 og Happy Hour frá 16 - 18.
Eldhús Myllu Restaurant er opið 12:00 - 15:00 og frá 18:00 - 21:30 en þess á milli er boðið upp á ljúffenga barbita.

Skoða vínseðil

Veiðistofan

Veiðistofan okkar er tilvalið fundarrými fyrir smærri fundi og fyrirlestra og fullkominn fyrir einkaborðhald. 

Rýmið er tileinkað stangveiði og er einstaklega hlýlegt og skemmtilegt. 

Gamli bærinn

Gamli bærinn er opinn í allt sumar

Það ríkir vinalega stemning  í Gamla Bænum frá opnun og fram á kvöld. Boðið er upp á úrval ljúffengra rétta af grillinu eins og hamborgara og ferskan fisk sem og smárétti til að deila. Að sjálfsögðu er einnig boðið upp á hverabakað rúgbrauð með reyktum silungi sem má teljast „þjóðarréttur“ Mývetninga.

Opið alla daga frá klukkan 12:00 til 22:00
Eldhúsið er opið frá klukkan 12:00 til 15:00 og aftur frá klukkan 18:00 - 21:00 

Drykkir og kaffihúsaveitingar eru í boði allan daginn. 

Innilega velkomin til okkar í Gamla Bæinn