Ljúffeng dvöl á Héraði
Icelandair hótel Hérað býður ljúffenga og notalega dvöl á Egilsstöðum
Njóttu alls þess besta sem Austurland hefur upp á að bjóða með notalegri dvöl á Icelandair hótel Héraði.
- Gisting ásamt morgunverðarhlaðborði
- Fjögurra rétta óvissuferð á Lyng restaurant
- Aðgangur í VÖK Baths
- Drykkur á bar hótelsins
- Aukanótt 16.900 kr. fyrir tvo með morgunverði
Verð fyrir tvo: 52.700 kr. (26.350 á mann) í tveggja manna herbergi.
Verð fyrir einn: 32.900 kr. í eins manns herbergi.
Tilboðið gildir 1.september 2021 til 30. apríl 2022.
Lyng restaurant er nýr veitingastaður á Icelandair hótel Héraði sem var opnaður vorið 2021.
Maturinn sem þú snæðir á Lyng er ávísun á ljúffenga stund gerða úr hágæða hráefnum með áherslu á heimahaga.
Aðgangur í VÖK er innifalinn í verði og er ekki hægt að fá endurgreiddan sérstaklega.
Skoðaðu sambærileg tilboð á fleiri hótelum í kringum landið:
Notaleg og nærandi dvöl á Icelandair hótel Akureyri
Notaleg og nærandi Golf upplifun á Icelandair hótel Hamri
Ef bóka á fyrir fjölskylduna (fleiri en tvo)
- Ef bóka á börn með í gistinguna þarf að bæta þeim inn í fjölda gesta og tilgreina aldur.
- Icelandair hótel Hérað býður þann valmöguleika að setja uppábúið aukarúm inn á takmarkaðan fjölda herbergja. Aukarúm fyrir barn kostar 4000 kr. og er morgunverður innifalinn ásamt gistingunni. Hámarksaldur barns inn á hebergi er 12 ára.
- Athugið að einungis er hægt að setja eitt aukarúm inn á hvert herbergi. Til að óska eftir aukarúmi, vinsamlegast hringið í okkur í síma 471-1500 til að fá aðstoð við það.
- Aðgangur í VÖK Baths er ekki innifalinn fyrir börnin en hægt er að kaupa miða á staðnum. 6-16 ára greiða 1800 kr. og 0-5 ára fá frítt með fullorðnum.
- Fyrir allar frekari upplýsingar, vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á herad@icehotels.is eða hringið í síma 471-1500.
Icelandair hótel hafa skýra stefnu í forvörnum og hreinlæti. Smelltu til að lesa nánar.