Fara í efni
Heim

Inneign á gistingu - 10 nætur

Handhafi þessa inneignarbréfs á gistingu á Icelandair hóteli og Hótel Eddu að eigin vali ásamt morgunverðarhlaðborði fyrir tvo í standard tveggja manna herbergi í tíu nætur. Bréfið gildir einnig á Hilton Reykjavík Nordica og Alda Hótel Reykjavík.

Verð: 139.000 kr. (13.900 kr. nóttin)
+ morgunverður innifalinn
+ börn 12 ára og yngri gista frítt (fer eftir bókunarstöðu)

KAUPA GJAFABRÉF

Icelandair hótelin eru staðsett á:

 • Akureyri
 • Egilsstöðum
 • Mývatnssveit
 • Flúðum
 • Borgarnesi
 • Reykjavík (fjögur hótel)

Gjafabréfið gildir ekki á Icelandair hótel Hamri

Vinsamlegast athugið að Icelandair hótelin í Reykjavík og Alda Hotel eru tímabundið lokuð vegna aðstæðna.
Hilton Reykjavík Nordica er opið.

Bóka þarf gistinguna fyrirfram í síma 444-4570.
Utan hefðbundins skrifstofutíma vinsamlegast hringið beint í hótelið:
Akureyri: 518-1000 | Mývatn: 592-2000 | Hérað: 471-1500 | Hilton Reykjavík: 444-5000 | Flúðir: 486-6630
Hotel Edda Akureyri: 444-4900 | Hotel Edda Höfn í Hornafirði: 444-4850

Gildir sem 10 nátta inneign allt árið í heilt ár frá útgáfudegi. Eftir eitt ár gildir gjafabréfið sem peningainneign hjá Icelandair hótelum.

Algengar spurningar og svör:

Hvaða hótel verða opin í sumar?
Icelandair hótelin á Akureyri, Egilsstöðum, á Flúðum og í Mývatnssveit.
Hótel Edda á Akueryri, Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði.
Hilton Reykjavík Nordica.

Ef ég kaupi þetta inneignarbréf, þarf ég að bóka alla gistingarnar strax?
- Nei, það er alveg valfrjálst hvenær gistingarnar eru bókaðar og má vera með stuttum fyrirvara. Við mælum þó alltaf með lengri fyrirvara til að koma í veg fyrir að hótelið verði fullbókað.

Hvernig bóka ég gistingu?
Til að bóka gistingu vinsamlegast hringið í bókunardeild Icelandair hótela, 444-4570.
Utan hefðbundins skrifstofutíma vinsamlegast hringið beint á það hótel sem stendur til að gista á.
Því miður er ekki hægt að bóka gistingu með gjafabréfi í gegnum internetið.

Hvað ef ég þarf að afbóka?
Almennir afbókunarskilmálar gilda - að afbóka þurfi gistingu með minnst 24 klst fyrirvara.

Fylgir morgunverður með gistingunni?
Já. Öllum gistinóttum fylgir morgunverður fyrir tvo.

Við erum fjölskylda með börn. Hvernig virkar þetta þá?
Börn 12 ára og yngri gista frítt hjá Icelandair hótelum í sumar á meðan bókunarstaða leyfir og fá einnig frían morgunverð.
Í flestum tilfellum er hægt að setja dýnu eða rúm inn á herbergin.
Ef rúmin eru öll frátekin eða ekki gólfpláss mælum við með því að tekið sé annað herbergi og myndi þá önnur nótt vera tekin af gjafabréfinu.
Þegar bóka á herbergi vinsamlegast gerið grein fyrir börnum og aldri þeirra svo við getum tryggt öllum rúm.
Þeim yngstu er velkomið að sofa uppí.

Eru gæludýr leyfð á hótelunum?
Því miður eru gæludýr ekki leyfð á hótelunum.

Hvernig herbergjatýpu fæ ég með inneignarbréfinu?
Inneignarbréfið gildir fyrir "standard" herbergjatýpu. Séu öll standard herbergi uppbókuð bjóðum við uppfærslu í næstu lausu herbergjatýpu fyrir ofan án endurgjalds.
Kjósi gestur frekar betri herbergjatýpu er hægt að bóka uppfærslu fyrirfram gegn vægu gjaldi.

Hver er gildistími gjafabréfsins?
Gjafabréfið gildir í eitt ár frá útgáfudegi sem gisting í 10 nætur.
Að ári loknu gilda eftirstöðvar bréfsins sem inneign upp í alla þjónustu og vörur hjá Icelandair hótelum í þrjú ár.

Á hvaða hótelum gilda gjafabréfin ekki?
Icelandair hótel Hamri, Reykjavík Konsúlat hótel og Canopy Reykjavík | City Centre.

Fleiri tilboð

Dagfundarpakki á Reykjavík Natura

Við bjóðum upp á vingjarnlegt andrúmsloft, fagmennsku og sveigjanleika þegar þú skipuleggur fundi og ráðstefnur á Icelandair hótel Reykjavík Natura.

Rólegheit í Reykjavík

 • Gisting ásamt morgunverði
 • 2 rétta kvöldverður á VOX Brasserie
 • Aðgangur að Hilton Reykjavík Spa
 • Verð: 29.500 (14.750 á mann)

Hvíld í Mývatnssveit

 • Gisting ásamt morgunverði
 • Aðgangur í Jarðböðin við Mývatn
 • Drykkur á bar hótelsins
 • 23.900 kr. fyrir tvo (11.950 á mann)

Inneign á gistingu - 5 nætur

 • Gildir fyrir tvo fullorðna
 • Morgunverður innifalinn
 • Gildir á Icelandair hótelum (nema Hamri), Hótel Eddu, Hilton Reykjavík Nordica og Alda Hotel Reykjavík
 • Verð: 14.500 kr. nóttin