Fara í efni
Heim

Þjónusta

Icelandair hótel Hérað er spennandi staður heim að sækja allt árið um kring. Viðkunnalegt andrúmsloft og fagleg þjónusta. Á Lyng restaurant er boðið upp á ljúffenga rétti og vandaðan vínseðil.

  • Innritun á hótelið er eftir klukkan 15:00 á komudagi
  • Útskráning er fyrir klukkan 11:00 á brottfarardegi

 

Lyng restaurant

Velkomin á Lyng restaurant þar sem lögð er einstök áhersla á hráefni úr heimahaga. Við mælum með óvissuferð matreiðslumeistarans og kóróna matseðilsins er svo austfirska hreindýrið.
Hafðu það ljúffengt á Lyng. 

 

Barinn

Barinn er opinn frá kl. 12:00 til 22:00.
Hafðu það notalegt á barnum okkar og njóttu góðra veitinga.

Happy Hour er á milli 15:00 og 18:00

 

Viðburðir

Egilsstaðir er góður kostur fyrir þá sem vilja funda í fáguðu umhverfi fjarri ys og þys borgarinnar. Í boði er glæsileg aðstaða til fundahalda og einkaviðburða.

Brunch á laugardögum

Fyrsta laugardag hvers mánaðar bjóðum við brunch hlaðborð á Icelandair hótel Héraði.

Stórglæsilegt hlaðborð sem er fullkomið til að brjóta upp hversdagsleikann. Komdu með alla fjölskylduna og njótið góðra veitinga í huggulegu umhverfi.

Vinsamlegast bókið borð í síma 471 1500.

Verð: 3.800 kr. fyrir fullorðna, 1.900 kr. fyrir 6-12 ára og frítt fyrir börn 0-5 ára í fylgd með fullorðnum.