Fara í efni
Heim

Þjónusta - Hérað

Icelandair hótel Hérað er spennandi staður heim að sækja allt árið um kring. Viðkunnalegt andrúmsloft og fagleg þjónusta.

  • Innritun á hótelið er eftir klukkan 15:00 á komudagi
  • Útskráning er fyrir klukkan 12:00 á hádegi á brottfarardegi

Frá og með 1 október 2020 er skylda fyrir bæði starfsmenn okkar og gesti að bera grímur inni á veitingastöðum í rekstri Icelandair Hótela. Þetta á við um gesti í morgunverðar- og hádegisverðar/bröns-hlaðborði, en ekki um þá gesti er setjast beint við borð og panta af matseðli. Sjá nánar hér.

Barinn

Barbitar til að neyta með drykknum á barnum sem og alls kyns léttir réttir eru í boði á barnum á opnunartíma eldhússins eða milli kl. 12 og 21:30 alla daga.

Happy Hour á Héraði er á hverjum degi á sumrin kl. 17 - 19 og þá eru drykkir á hálfvirði. Á meðan barinn er opinn eru ýmsir léttir réttir í boði ásamt svokölluðum barbitum sem eru sérlega gómsætir með drykknum þínum. 

Hérað veitingastaður

Maturinn sem þú snæðir á Icelandair hótel Héraði hefur ekki ferðast langt, en við leggjum mikla áherslu á hráefni úr heimahaga til að mynda kemur laxinn og kræklingurinn koma úr Mjóafirði. Kóróna matseðilsins er svo austfirska hreindýrið.
Opið þriðjudag - laugardags frá 18:00 til 21:30. Margrómaði brunchinn okkar er í boði fyrsta laugardag hvers mánaðar. 
Lokað sunnudaga og mánudaga.

Viðburðir

Egilsstaðir er góður kostur fyrir þá sem vilja funda í fáguðu umhverfi fjarri ys og þys borgarinnar. Í boði er glæsileg aðstaða til fundahalda og einkaviðburða.

Brunch á laugardögum

Fyrsta laugardag hvers mánaðar bjóðum við brunch hlaðborð á Icelandair hótel Héraði.

Stórglæsilegt hlaðborð sem er fullkomið til að brjóta upp hversdagsleikann. Komdu með alla fjölskylduna og njótið góðra veitinga í huggulegu umhverfi.

Vinsamlegast bókið borð í síma 471 1500.

Verð: 3.800 kr. fyrir fullorðna, 1.900 kr. fyrir 6-12 ára og frítt fyrir börn 0-5 ára í fylgd með fullorðnum.