Fara í efni
Heim

Gestrisni af gamla skólanum

Góð gisting og morgunverður á vinsælum áningarstöðum.

Við erum stolt af því að vera hluti af ferðamenningu Íslendinga.

Hótel Edda á Akureyri, Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði taka vel á móti gestum í allt sumar.

BÓKA NÚNA

Hótel Edda Akureyri - Opið 8. júní - 12. ágúst

Höfuðstaður Norðurlands býður upp á fjölbreytta afþreyingu: sögufræg hús, söfn, lystigarð, golfvöll, kaffi- og veitingahús, verslanir og þjónustu.
Frá hótelinu er stutt í allar helstu náttúruperlur norðan heiða.

Hótel Edda Egilsstaðir - Opið 4. júní - 14. ágúst

Egilsstaðir sitja í miðju Fljótsdalshéraði, grösugu og búsældarlegu, sem geymir margar náttúruperlur: Snæfell, fjalladrottningu Austurlands, Lagarfljót með orminum ógurlega, hinn rómantíska Hallormsstaðaskóg og Atlavík. Stutt er til Seyðisfjarðar sem er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf í einstakri byggð húsa frá 19. öld.

Hótel Edda Höfn í Hornafirði - Opið 1. maí - 1. október

Allt byggðarlagið er meitlað af stærsta jökli Evrópu, Vatnajökli, og skriðjöklum hans. Náttúrufegurðin hér á enga sína líka og nægir þar að nefna Skaftafell, Jökulsárlón, Stafafellsfjöll og Skálafellsjökul sem örfá dæmi. Hótelið stendur við sjávarsíðuna á Höfn og útsýnið þaðan er stórfenglegt. Skemmtilegar gönguleiðir eru skammt frá og stutt í alla þjónustu á Höfn, veitingastaði og verslanir.

Fleiri tilboð

ALLT INNIFALIÐ

Fjallahjólanámskeið á Akureyri

 • Gisting í tvær nætur ásamt morgunverði
 • Tvær 3-4 klst hjólaæfingar
 • Kvöldverður á Aurora Restaurant
 • Hádegisverður á lau og sun
 • Aðgangur í Sundlaug Akureyrar

 

Betri dvöl í sumar

 • Gildir fyrir tvo fullorðna
 • Fjölskylduherb. og aukarúm í boði
 • Gæða morgunverður innifalinn
 • Afbókanlegt með 24 klst. fyrirvara
 • Greitt við bókun, endurgreiðanlegt
ALLT INNIFALIÐ

Fjallahlaupanámskeið á Akureyri

 • Helgarnámskeið á Akureyri
 • Æfingar, fyrirlestrar og fræðsla
 • Reyndir þjálfarar í utanvegahlaupum
 • Kvöld- og hádegisverður innifalinn

 

Sumartilboð á Hamri

 • Verð frá 19.900,- fyrir tvo
 • Gisting ásamt morgunverði
 • Hægt að bæta við kvöldverði
 • Sunnudaga til fimmtudaga