Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Gjafabréf mánaðarins.

Í hverjum mánuði bjóðum við gjafabréf mánaðarins með afslætti.

Þriggja rétta kvöldverður á Geira Smart Restaurant, á 25% afslætti í apríl.

Fullt verð er 15.800 kr. en með 25% afslætti kostar gjafabréfið 11.850 kr.

Geiri Smart Restaurant er veitingastaður með rammíslenskar rætur og heimsborgarabrag, staðsettur í hjarta miðborgarinnar.

Þriggja rétta matseðillinn slær við hvaða tilefni sem er. Hægt er að skoða seðilinn á www.geirismart.is en hann tekur breytingum nokkrum sinnum yfir árið.

Hægt er að kaupa gjafabréfið hér á vefnum til að prenta út eða senda á viðtakanda.

Gjafabréfið er einnig hægt að kaupa í móttöku Geira Smart Restaurant, á aðalskrifstofu Icelandair hótela við Nauthólsveg 52 og í gestamóttökum Icelandair hótelanna og afhendist þá gjafabréfið í fallegu gjafaumslagi.

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi gjafabréfið, ekki hika við að hringja í síma 528-7050 eða senda okkur tölvupóst.

Kaupa gjafabréf 

 

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is