Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Veislur

Áttu stórafmæli? Eða bara afmæli? Það má slá upp veislu af ýmsum tilefnum og við aðstoðum þig við að fræmkvæma þína fullkomnu veislu en möguleikarnir eru endalausir. 

Við á Icelandair hótel Akureyri bjóðum upp á fyrirtaks aðstöðu fyrir hvers kyns veislur og boð eins og brúðkaup, fermingar, afmæli og árshátíðir. Við höfum úr stórum sal að ráða fyrir allt að 100 manns og höldum stærri viðburði í samstarfi við aðra. Þá er einnig tilvalið að hafa boð úti á pallinum í hótelgarðinum í góðu veðri.

Veislur og veisluþjónusta á Akureyri
Lesa meira

Við á Icelandair hótel Flúðum tökum að okkur að sjá um veislur af ýmsu tagi. Hvort sem um ræðir fermingar, brúðkaup, afmæli eða annars konar boð erum við með fyrirtaks veislusali og glæsilegar veitingar fyrir tilefnið fyrir veislu með allt að 80 sitjandi gestum. Við sérsníðum veisluna að þínum þörfum.

Veislur og veisluþjónusta á Flúðum
Lesa meira

Á Icelandair hótel Hamri bjóðum við upp á veisluþjónustu fyrir allt að 100 manns. Við erum með tvo góða sali sem henta vel fyrir hvers kyns tilefni og bjóðum fyrsta flokks veitingar, sérsniðnar fyrir veisluna þína.

Veislur og veisluþjónusta á Hamri
Lesa meira

Við á Icelandair hótel Héraði þjónustum ýmsa viðburði líkt og brúðkaupsveislur, fermingarveislur, starfsmannaskemmtanir, afmæli, árshátíðir og kynningar. Hafðu samband og við sníðum mannfagnaðinn að þínum þörfum.

Veislur og veisluþjónusta á Héraði
Lesa meira

Frábær vettvangur til að halda óhefðbundna fundi og samkundur í skemmtilegu umhverfi. Á jarðhæðinni er Slippbíó sem er 26 manna bíósalur þar sem verður hægt að halda fundi, kynningar og hvers kyns sýningar.

Veislur og veisluþjónusta á Icelandair hótel Reykjavík Marina
Lesa meira

Við tökum að okkur að sjá um veislur af ýmsu tagi, svo sem afmæli, fermingar, brúðkaup, erfidrykkur og annars konar boð. Við höfum yfir að ráða áralangri þekkingu á veisluhöldum og leggjum metnað í að veislan heppnist fullkomlega.

Veislur og veisluþjónusta í Vík
Lesa meira

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira