Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Fundir og Ráðstefnur

Ráðstefnusalir af ýmsum stærðum og gerðum fyrir allt að 700 manns.

Icelandair hótel Reykjavík Natura er fullkominn staður fyrir árangursríkar ráðstefnur og fundi. Ráðstefnu- og fundaraðstaða á Reykjavík Natura hentar jafnt fyrir minni fundi og viðburði sem og stærri ráðstefnur, sýningar og kynningar. Öll aðstaða og þjónusta fyrir vel heppnaðan viðburð á einum stað.

Fundir og ráðstefnur á Icelandair hótel Reykjavík Natura
Lesa meira

Frábær vettvangur til að halda óhefðbundna fundi og samkundur í skemmtilegu umhverfi. Á jarðhæðinni er Slippbíó sem er 26 manna bíósalur þar sem hægt er að halda fundi, kynningar og hvers kyns sýningar.

Fundir og ráðstefnur á Icelandair hótel Reykjavík Marina
Lesa meira

Egilsstaðir er frábær kostur fyrir þá sem þurfa að funda eða halda ráðstefnur. Icelandair Hótel Hérað býður upp á margvíslega þjónustu fyrir ráðstefnuhaldara og er aðstaða öll eins og hún gerist best.

Fundir á Icelandair hótel Héraði
Lesa meira

Við á Icelandair hótel Akureyri bjóðum upp á fyrirtaks aðstöðu fyrir hvers kyns veislur og boð eins og brúðkaup, fermingar, afmæli og árshátíðir. Við höfum úr stórum sal að ráða fyrir allt að 100 manns og höldum stærri viðburði í samstarfi við aðra. Þá er einnig tilvalið að hafa boð úti á pallinum í hótelgarðinum í góðu veðri.

Fundir og ráðstefnur á Icelandair hótel Akureyri
Lesa meira

Icelandair hótel Flúðir er frábær staður fyrir fundi, ráðstefnur og kynningar. Aðeins tekur um klukkustund að aka út úr höfuðborginni yfir í hið friðsæla og einstaklega fallega landbúnaðarhérað þar sem Icelandair hótel Flúðir er vel staðsett. Fundaraðstaðan rúmar allt að 80 manns, nýr og glæsilegur fundar- og ráðstefnusalur hefur verið tekinn í notkun og er hann útbúinn fullkomnustu tækjum. Fyrir utan hann er hægt að koma um 320 fundargestum fyrir bæði á og við hótelið.

Fundir og ráðstefnur á Icelandair hótel Flúðum
Lesa meira

Það er sannkallaður fundarfriður í Borgarfirðinum og einungis klukkustundar akstur úr höfuðborginni. Icelandair hótel Hamar býður upp á glæsilegan fundarsal sem tekur allt að 80 manns.

Fundir og ráðstefnur á Icelandair hótel Hamri
Lesa meira

Á Icelandair hótel Vík eru mjög hentugt að halda fundi þar sem rólegheitin og jákvæðnin ráða ríkjum. Vík er í um einungis tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og hefur upp á að bjóða alla almenna þjónustu og meira til. Við útvegum allt sem þarf til fundarsetunnar og sjáum um að fundargestir séu mettir og sælir svo fundirnir skili sem mestum afköstum.

Fundir og ráðstefnur á Icelandair hótel Vík
Lesa meira

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira