Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Við höfum opnað Icelandair hótel Mývatn

Við höfum opnað Icelandair hótel Mývatn, nýtt 59 herbergja hótel, endurbyggt á traustum grunni. Mývatn er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Íslandi og sannarlega ævintýralegur. Á Mývatnssvæðinu og nágrenni eru margar náttúruperlur með sem bjóða upp á einstaka upplifun og hafa heillað bæði innlenda og erlenda ferðamenn í gegnum tíðina.

Við tökum við kefli langvarandi hefðar gestrisni og hlökkum til að viðhalda þeirri hefð með því að hýsa ferðamenn sem leggja leið sína um Mývatnssveit og nágrenni, bjóða upp á fjölbreytni í mat og drykk og framúrskarandi þjónustu. Gestir og gangandi geta notið veitinga á Myllu Restaurant á hótelinu og á ekta íslenskri sveitakrá, Gamli Bærinn, steinsnar frá sem einnig er rekin af okkur.

 

„Það er ótrúlega spennandi að fá tækifæri til að auka enn frekar við gistiflóruna á landsbyggðinni og halda áfram að stuðla að markvissri uppbyggingu ferðaþjónusta á Íslandi með auknum gæðum á hótelgistingu og veitingaþjónustu. Við erum í samstarfi við Mývetninga og hlökkum til frekara samstarfs um þróun sveitarinnar sem þjónustusvæðis fyrir innlenda og erlenda ferðamenn“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela.

 

Arkitekt hótelsins  er Björgvin Snæbjörsson á teiknistofunni Apparat. Hann leggur áherslu á einfalda, skemmtilega og forvitnilega hluti og ólík rými þar sem á að vera þægilegt að slaka á og undirbúa næstu ævintýri.

Við erum sérstaklega stolt af umhverfisstefnu okkar og höfum nú tekið hana skrefinu lengra með samvinnu við Skútustaðahrepp sem þátttakendur í umbótaáætlun í fráveitumálum. Það verkefni fékk á dögunum viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Verkefnið miðar að því að vernda lífríki Mývatns og  hjálpa til við uppgræðslu landsins á Hólasandi í samvinnu við Landgræðsluna.

 

Icelandair hótel eru leiðandi keðja gæðahótela sem samanstendur af alls níu hótelum í heilsársrekstri um allt land. Önnur hótel keðjunnar eru Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hamar, Akureyri, Mývatn, Hérað, Klaustur, Vík og Flúðir.


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira