Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Umhverfisvottun Icelandair hótela

Meginaðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra og gera Icelandair hótel sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu. Icelandair hótel leggja áherslu á að vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustu við gesti. Icelandair hótel Reykjavík Natura  hlaut umhverfisvottunina ISO14001 árið 2012 og Icelandair hótel Reykjavík Marina í lok árs 2013. Icelandair hótel Akureyri og Icelandair hótel Hérað einnig unnið ötullega undanfarin ár að því að taka upp sama umhverfisstjórnunarkerfi.

Vikuna 24. – 27. mars gengust öll Icelandair hótelin undir gæðaúttekt á ISO14001. Úttektaraðili frá BSI (British Standards Institute) kom og tók út Icelandair hótel Reykjavík Natura og Icelandair hótel Reykjavík Marina samkvæmt gæðastaðlinum og gekk úttektin mjög vel. Einnig var farið í úttekt á Icelandair hótel Akureyri og Icelandair hótel Héraði til að ákvarða hvort að þau hótel uppfylltu skilyrði vottunarinnar og var niðurstaðan sú að úttektaraðilinn mun mæla með því að Akureyri og Hérað fái vottun samkvæmt staðlinum. Það verður því ekki langt í það að 4 af 9 hótelum Icelandair hótelkeðjunnar fái ISO umhverfisvottun og þess má geta að fleiri hótel eru farin að vinna að sama markmiði. 


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira