Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Hótelklassinn: Spjall við Þorstein Halldór, kokkanema


Fyrsti dagur Þorsteins, sem nemi, var föstudaginn 13. febrúar 2015.  Hann er með þá dagsetningu húðflúraða á höndinni, svo mikilvægur var þessi dagur.  Hér hafði hann tekið ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera við líf sitt - að verða kokkur.

Hann fór í kokkinn 29 ára gamall og vill meina að öll þau störf sem hann vann þar á undan hafi hjálpað honum að ná betur til fólks, vinna vel í teymi og vera betur undirbúinn fyrir fjölbreyttar aðstæður.  Þorsteinn vann meðal annars hjá Nova sem þjónustufulltrúi og lærði tækniteiknun. Það var ekki fyrr en bróðir hans, Axel Þorsteins, sem er konditor og er að vinna hjá Thomas Keller, gaf honum þau ráð að fara í kokkinn.  Mamma Þorsteins og Axel eru bæði bakarar; þetta er semsagt í blóðinu!

Af hverju Hilton?

„Þar er hátt hlutfall af faglærðu fólk og starfsviðið stórt sem býður uppá mörg tækifæri. Þú færð að vinna með fjölbreytt hráefni og kröfurnar eru miklar. Ég byrjaði í Banquet þar sem maður vinnur sama handtak oft og nær mikilli færni kemur sér vel þegar maður endaði á VOX í à la carte.  Á VOX er lögð áhersla á smáatriði.  Maður nær grunnhandtökum á fyrsta ári en námið er 3 ár.“

Hvað er skemmtilegast við starfið?

"Keyrslan í eldhúsinu.  Ég vinn best undir pressu.  En auðvitað er skemmtilegast að búa til góðan mat!"

Hvaða tækifæri hefur það gefið þér að læra kokkinn?

"Námið opnar dyr á atvinnumarkaðinum.  Eftir námið hefur maður leyfi til  að vinna sem matreiðslumaður og þar eru endalausir möguleikar".

Næstu skref?

"Ferðast til Tokyo og Bandaríkjanna, að vinna og kynnast fólki af ólíkum uppruna og læra um hina ýmsu matargerð.  Ég er búin að taka að mér 6 veiðihús á Íslandi sem setur mig í frábæra stöðu hvað reynslu varðar. Þar fínpússaði ég enn frekar reynsluna frá VOX þar sem ég vann meira og minna einn."

Hver er draumurinn?

"Þetta er eins og að opna matarkistu, það er endalaust af tækifærum.  Opna eigin veitingastað, ekki alveg ákveðinn hvar, Nordic Cuisine og pottþétt Fine Dining".


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira