Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Stundarfriður - Jóga og flot - Námskeið hjá Sóley Natura Spa

Sóley Natura Spa
Sóley Natura Spa

Kynnum spennandi námskeið í jóga sem hefst 29. október og lýkur 3. desember. Jóga í 45 mínútur og flot í lauginni að loknu jóga. Kennari er Þorgerður Sveinsdóttir, jógakennari.

Stundarfriður

Jóga í 45 mínútur og flot í lauginni með flothettum að loknu jóga.

JÓGA:
Þegar við hægjum á önduninni þá kyrrist hugurinn og við styrkjum meðvitund um augnablikið hér og nú. Í hringrás öndunar skapast eins konar hugleiðsluástand í jógastöðunum, einbeiting og jafnvægi í líkama, tilfinningum og huga. Þannig opnar jóga glufu fyrir sálartengingu þar sem við skynjum okkur tengd og í einingu við allt.

FLOT:
Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Flotið í þyngdarleysi vatnsins kemur á jafnvægi og losar um streitu, kvíða og órólegar hugsanir. Þessi tækni hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og veikum til vellíðunar.

Tími: Miðvikudagar kl. 19:30 - 21:00
Dagsetningar: 29. október - 3. desember
Kennari: Þorgerður Sveinsdóttir, jógakennari
Verð: 24.000 kr.

Innifalið að auki: Aðgangur í Sóley Natura Spa, handklæði og sloppur 

Skráning og allar nánari upplýsingar í síma 444 4085 eða á naturaspa@icehotels.is

 


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira