Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Stoltir styrktaraðilar HönnunarMars 2018

Icelandair hótel eru stoltir styrktaraðilar Hönnunarmars 2018 sem fer nú fram í tíunda sinn dagana 15.-18. mars.  Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein þar sem allar greinar hönnunar sameinast. Fatahönnun, arkitektúr, húsgagna-og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun.

Allar greinar hönnunar koma við starfsemi Icelandair hótela og ýta undir sanna íslenska upplifun okkar gesta.

Auk þess að taka á móti erlendum fjölmiðlum, eru fjórir viðburðir haldnir á hótelunum, Canopy Reykjavík City Centre, Icelandair hótel Reykjavík Marina og Icelandair hótel Reykjavík Natura

 

Umbreyting Creation#3 – Hótelganga

Í ár mun fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir sýna þriðju fatalínu hönnunarmerkisins Another Creation á Canopy Reykjavík City Centre þann 16. mars kl. 20:00. Another Creation var stofnað árið 2015 og hannar hágæða fatnað úr efnum eins og ull, leður, rússkini og silki.

 

Íslenska Lopapeysan – Uppruni, saga og hönnun

Á Icelandair hótel Reykjavík Marina verður fyrirlestur um íslensku lopapeysuna 17. mars kl. 14:00. Í fyrirlestrinum er fjallað um uppruna og sögu lopapeysunnar sem helst má rekja til gróf- og fljótprjónaðra lopapeysa á bændur og sjómenn og  vinsælla útvistarpeysa á bæði kynin með einkennandi útprjónuðu og hringlaga axlastykki.

 

Studio Trippin

Studio Tripping verður með sýningu í SlippBíó á Icelandiar hótel Reykjavík Marina. Studio Trippin er hönnunarteymi á mörkum fatahönnunar og vöruhönnunar sem einbeitir sér að því að búa til hönnunarvöru úr loðnum hrosshúðum, sem eru vannýtt hráefni hérlendis. Sýningin verður innsýn inn í hugarheim Studio Trippin og mælt er með að fólk mæti með skilningarvitin sperrt. Studio Trippin hlaut viðurkenningu Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir afburðar úrlausn og vinnu við verkefnið.

Sýningin fer fram í SlippBíó á Reykjavík Marina.

Opnunartímar: 

15. mars  18:00-22:00

16. mars 11:00-20:00

17. mars 11:00-13:00

17. mars 15:30-20:00

 

Angan x Swimslow

Angan og Swimslow taka höndum saman og bjóða upp á viðburð á Natura Spa  á Icelandair hótel Reykjavík Natura 17. mars. Viðburðurinn hefst kl. 19:00 með upplifunarathöfn fyrir skynfærin. Boðið verður upp á kokteil og léttar veitingar.

ANGAN er íslenskt, sjálfbært húðvörumerki sem nýtir hrein íslensk hráefni úr náttúrunni í handgerðar húðvörur. SWIMSLOW er íslenskt, sjálfbært sundfatamerki unnið úr endurunnum efnum.Til samans deila vörumerkin sýn sinni á að miðla arfleið baðmenningu Íslendinga í upplifunargjörningi sem tengir saman núvitund og baðhefðir.


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira