Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Samstarfsverkefni Icelandair Hotels og Slysavarnarfélagsins Landsbjörg

Í dag afhenti Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela,  Slysavarnarfélaginu Landsbjörg styrk en Icelandair hotels er virkur styrktaraðili Landsbjargar og gefur árlega fast hlutfall af gistitekjum hótelanna til félagsins.

Að styðja við bakið á Slysavarnarfélaginu Landsbjörg er hluti af stefnu Icelandair Hotels í samfélagsábyrgð. Það skiptir máli að hafa öfluga björgunarsveit til taks þegar á þarf að halda og ekki einungis fyrir Íslendinga heldur ferðamenn sem einnig þurfa reglulega á aðstoð þeirra að halda. Landsbjörg styður þannig ríkulega við ferðaþjónustu á Íslandi og er það ómetanlegt fyrir erlenda ferðmenn að geta stólað á óeigingjarnt starf Landsbjargar. 

Á Icelandair hótelunum eru herbergi eða svíta tileinkuð björgunarafreki sem átt hefur sér stað í landshluta hvers hótels, en í þeim herbergjum er að finna ítarlegur upplýsingar, myndefni og aðra muni tengdum atburðinum. Þannig er sögum af einstökum afrekum íslenskra björgunarsveita um land allt deilt með hótelgestum og þeim jafnframt gefinn kostur á að styrkja þetta góða málefni.


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira