Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Icelandair hótel Reykjavík Natura hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2014

Brynhildur hótelstjóri ásamt starfsfólki
Brynhildur hótelstjóri ásamt starfsfólki

Icelandair hótel Reykjavík Natura hefur hlotið umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2014 en eitt af hlutverkum Ferðamálastofu er að hvetja til ábyrgðar í umhverfismálum innan ferðaþjónustunnar.

Verðlaunin voru í nú veitt í 20. sinn og afhenti ferðamálaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir verðlaunin á fjölmennu ferðamálaþingi í Hörpu. Er Icelandair hótel Reykjavík Natura talið hafa skarað fram úr í ár og uppfylla með prýði öll viðmið til umhverfisverðlaunanna. Hótelið vinnur markvisst og metnaðarfullt starf í þágu bæði umhverfis- og samfélags og stendur afar vel að kynningu á umhverfisstarfinu. Mörg umhverfisverkefni Reykjavík Natura eru talin frumleg og framsýn eins og til dæmis vistvænar strætóferðir innanbæjar hótelgestum að kostnaðarlausu og þá býður hótelið eingöngu upp á umhverfisvænar snyrtivörur fyrir hótelgesti.
.
Icelandair hótel Reykjavík Natura hófst handa við að öðlast umhverfisvottun 2011 og var veitt ISO 14001 vottun í júní árið 2012, fyrst allra hótela á Íslandi. Brynhildur segir árangurinn af umhverfsisstarfinu hafa bæði verið mikinn og góðan og hrósar hún starfsfólki sínu fyrir frábæran árangur. Segir hún að náttúran sé starfsfólki Reykjavík Natura hugleikin en hótelið er staðsett mitt í náttúru Reykjavíkur við Öskjuhlíðina og Nauthólsvíkina. „Hótelið var endurnýjað árið 2011 og bæði við nafnabreytinguna og alla hönnun var litið til þess að tengja hótelið við nærumhverfi sitt og að gestir finni að þeir séu í náttúruvænu umhverfi sem minnir á aðalsmerki Íslands náttúruna, en kannanir sýna að flestir þeir sem ferðast til Íslands koma vegna hennar. Það er því gríðarlegur hagur fyrir hótel að stunda umhverfisvæna ferðamennsku“ segir Brynhildur.

MYND: Á myndinni má sjá Brynhildi Guðmundsdóttur hótelstjóra 3. frá hægri ásamt stoltu starfsfólki sínu á Icelandair hótel Reykjavík Natura.


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira