Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Icelandair hótel hljóta menntaverðlaun atvinnulífsins 2016

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Icelandair hótel hlutu fyrr í dag Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016 á Menntadegi atvinnulífsins. Af þessu tilefni langar okkur til að þakka öllum þeim starfsmönnum sem komið hafa að starfsemi Hótelklassans, skipulagningu námsins og fræðslunnar, gerð fræðsluáætlunar og síðast en ekki síst kennslunni, fyrir sitt framlag.

Það er ómetanlegur auður fyrir fyrirtæki, hvort sem það er í ferðaþjónustu eða annarri atvinnustarfsemi, að hafa á að skipa öflugu starfsfólki. Við erum því einkar stolt af öllu okkar fólki  sem hefur haldið úti skóla og fræðslustarfi fyrirtækisins, sem svo sannarlega hefur verið tekið eftir.

Einnig langar okkur að þakka öllum þeim sem hafa nýtt sér fræðslustarf Hótelklassans á undanförnum árum og við hvetjum þessa metnaðarfullu einstaklinga til að nýta þau tækifæri sem bjóðast í Hótelklassanum, til þess að efla sjálfa sig og styrkja í starfi. Við erum ótrúlega stolt af þeim árangri sem þessir einstaklingar hafa nú þegar náð og hlökkum til að byggja upp frá þeim grunni sem nú hefur skapast.

Til hamingju öll  – þetta er frábær viðurkenning á öflugu samstarfi innan fyrirtæksins sem við erum svo sannarlega stolt af.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um hótelklassann.

 

 

Menntafyrirtæki ársins 2016: Icelandair Hotels from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira