Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Icelandair Group hlýtur útflutningsverðlaun forseta Íslands

Icelandair Group hlotnaðist í dag sá heiður að hljóta Útflutningsverðlaun forseta Íslands.  Tilgangurinn með veitingu verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta fyrir þjóðina. Að sama skapi er markmið þeirra að heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Icelandair Hotels er hluti af Icelandair Group og því erum við afar stolt að hljóta þennan heiður og samgleðjumst innilega með öllum starfsmönnum Icelandair Group. Frá árinu 1989 hafa Útflutningsverðlaun forseta Íslands verið veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

 

Úthlutunarreglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru.

 

Í úthlutunarnefnd sitja fulltrúar frá embætti forseta Íslands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Landsnefnd alþjóða verslunarráðsins, Alþýðusambandi Íslands og frá Útflutningsráði, en það ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna. 


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira