Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Hilton hlýtur Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar

Hilton Reykjavík Nordica
Hilton Reykjavík Nordica

Hilton Reykjavík Nordica hefur hlotið Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2014 fyrir fegurstu lóð fyrirtækja. Snýr viðurkenningin að vel útfærðri endurgerð á framhlið hótellóðarinnar sem nýlega var endurgerð að fullu. Efnisval er talið smekklegt og lóðin með fallega græna ásýnd með snyrtilega útfærðum grasmönum við lóðarmörk. Reykjavíkurborg veitir fegrunarviðurkenninguna árlega fyrir fallegustu lóðirnar hjá fyrirtækjum og fjölbýlishúsum og eru það skipulags- og landslagsarkítektar hjá borginni sem sjá um að meta og velja lóðir til verðlauna.

Við erum sérlega stolt að ná þeim frábæra árangri að öll Reykjavíkurhótelin okkar hafa nú hlotið þessa viðurkenningu, en Icelandair hótel Reykjavík Marina hlaut hana árið 2012 og Icelandair hótel Reykjavík Natura í fyrra.

Hilton Reykjavík Nordica er eitt glæsilegasta hótel landsins og er hluti af Icelandair Hotels fjölskyldunni. Hilton Reykjavík Nordica leggur mikla áherslu á að vanda til verka og bjóða ætíð fyrsta flokks þjónustu í gistingu, mat og drykk. Hótelið hefur tekið miklu breytingum að undanförnu bæði í alrými og á herbergjum sem miðar að því að auka þægindi og þjónustu við gesti. Umgjörðin er hlý og heimilisleg og ný spennandi rými hafa nú bæst við: VOX Club og VOX Lounge.


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira