Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Hágæðagisting og söguleg arfleifð í samvinnu við Hilton

Icelandair Hotels og Hilton Worldwide hafa náð samkomulagi um samstarf við hótelrekstur í miðborg Reykjavíkur. Icelandair Hotels mun opna tvö ný hótel á næstu tveimur árum og hafa þau nú hlotið nöfn. Iceland Parliament Hotel verður í Landsímahúsinu gamla við Austurvöll og Reykjavik Consulate Hotel í Hafnarstræti. Með samkomulaginu við Hilton International hótelkeðjuna verða hótelin hluti af vörumerki sem nefnist Curio Collection, en þar er á ferð safn einstakra hágæðahótela í heiminum.

 

Þetta kom fram í máli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur í pallborðsumræðum á ráðstefnunni Iceland Tourism Investment sem fram fer í Hörpu.

Curio hótelin eru hágæðahótel sem sækja heiti sín í sögulega tengingu hvers staðar fyrir sig. Mikill metnaður verður lagður í að gera sögu húsanna og staðsetningarinnar skil á hótelunum. Icelandair Hotels hafa átt farsælt samstarf við við Hilton International frá árinu 2007 þegar Hilton Reykjavík Nordica opnaði.

 

Iceland Parliament Hotel

Iceland Parliament Hotel verður eins og áður segir við Austurvöll. Nafnið vísar til sögu lýðræðis á Íslandi er og nálægðar við Alþingi, elsta þjóðþing í heimi. Sett verður upp safn um sögu lýðræðis á Íslandi á jarðhæð hótelsins, til að styrkja þá tengingu enn frekar.

 

Curio by Hilton - Reykjavík

Reykjavik Consulate Hotel í Hafnarstræti sækir heiti sitt í þá staðreynd að Detlev Thomsen, konsúll fyrir Þýskaland á 19. öld, tók á móti erlendum gestum í nágrenni hótelsins, líkt og faðir hans og afi gerðu á sínum tíma. Þá verður gamalli atvinnustarfsemi á svæðinu gerð góð skil, með því að upphaflega kolasundið verður endurgert og mun ganga í gegnum hótelið. 

 

Með nafngiftunum vill Icelandair Hotels vísa í sögulegar heimildir og staðsetningu, líkt og gert er með hótel víða um heim.

 

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, er ánægð með samstarfið við Hilton International. „Okkar markmið er að bjóða gestum okkar upp á sanna íslenska upplifun þegar þeir gista á hótelum okkar. Þessi nýju hótel falla vel að þeirri stefnu að bjóða upp á fyrsta flokks gistingu á besta stað í Reykjavík. Með samningnum um Curio hótel getum við boðið upp á nýja tegund hágæðagistingar í elsta hluta Reykjavíkur.“

 

Patrick Fitzgibbon, aðstoðarforstjóri þróunardeildar Hilton Worldwide, er einnig ánægður með samninginn. „Icelandair hefur gegnt lykilhlutverki í því að kynna Ísland sem áfangastað fyrir þá sem sækjast eftir þægindum. Sem hluti af Curio-keðjunni munu hótelin tvö laða að sér gesti sem vilja kynnast staðháttum og íslenskri gestrisni af eigin raun, um leið og þau munu njóta þess að tengjast þróuðu markaðsstarfi Hilton, sem hefur tengingar um víða veröld. Curio hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu og gefa ferðalangi nútímans færi á að tengjast betur sögulegri arfleifð þess staðar sem hann heimsækir. Curio á Íslandi verður góð viðbót við ört vaxandi starfsemi okkar í Evrópu.“

 

Icelandair Hotels:

Icelandair hótel er leiðandi keðja gæðahótela á Íslandi sem samanstendur af átta hótelum um allt land: Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Flúðir, Klaustur, Hérað, Hamar, Akureyri og Vík. Icelandair hótel rekur einnig sumarhótelakeðjuna Hótel Eddu, sem eru 11 hótel staðsett vítt og breytt um landið og bjóða upp á góða gistimöguleika á sanngjörnu verði. Hilton Reykjavík Nordica fellur einnig undir rekstur Icelandair hótela og er það fyrsta flokks hótel á heimsmælikvarða. Reykjavík Marina Residence opnaði einnig í lok árs 2015 og býður upp á sjö svítur í tveimur sögulegum uppgerðum húsum við slippinn sem tengjast vesturhlið Icelandair hótel Reykjavík Marina. Þá mun bætast við nýtt hótel úr Hilton fjölskyldunni, Canopy Reykjavik | City Centre, sem opnar í miðborginni í maí 2016. Með þessum nýju viðbótum mun herbergjafjöldi í Icelandair hótel keðjunni alls telja 1.636 herbergi um land allt, 740 í Reykjavík og samtals 896 herbergi á landsbyggðinni.

 

Curio Collection by Hilton

Curio Collection by Hilton er alþjóðlegt safn einstakra hágæðahótela, sem leggja metnað í að gera sögu hvers staðar og menningu skil innan hótelanna. Gestir Curio eru sjálfstæðir ferðamenn í leit að einstakri, sannri upplifun þeirrar borgar sem heimsótt er, á sama tíma og þeir njóta áfram góðs af hlunnindum margverðlaunaðs fríðindakerfis Hilton HHonors. Þannig sameinar Curio Collection sjálstæðar hóteleiningar við eitt stærsta hótelfríðindakerfis heims á vegum Hilton International.

 

Hilton Worldwide

Hilton Worldwide er leiðandi keðja hótela, sem samanstendur af rúmlega 4,600 hótelum um allan heim, eða rösklega 758.000 herbergjum í 100 löndum. Í 96 ár hefur Hilton Worldwide verið leiðandi í þróun hótela og þjónustu þeirra við hótelgesti. Félagið samanstendur nú af 13 alþjóðlegum vörumerkjum: Hilton, Waldorf Astoria, Conrad, Canopy, Curio Collection, Doubletree, Embassy Suites, Hilton Garden Inn, Hampton, Tru, Homewood Suites, Home2 Suites og Hilton Grand Vacations. Hilton Worldwide rekur jafnframt eitt stærsta fríðindakerfi hótela í heimi, Hilton HHonors. Meðlimir þess geta bókað gistingu allra vörumerkja Hilton Worldwide gegnum eigin bókunarvélar hótelanna, og þannig notið ýmissa fríðinda sem tryggir gestir keðjunnar. Nánari upplýsingar um Hilton Worldwide: www.hiltonworldwide.com

 

 


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira