Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina ResidenceLaugarvatn Fontana og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 9
Booknow
Booking
Bóka Núna

Fréttir

Samstarfsverkefni Icelandair Hotels og Slysavarnarfélagsins Landsbjörg

Í dag afhenti Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela, Slysavarnarfélaginu Landsbjörg styrk en Icelandair hotels er virkur styrktaraðili Landsbjargar og gefur árlega fast hlutfall af gistitekjum hótelanna til félagsins.
Lesa meira

Icelandair Hotels Open 2016

Hið árlega Icelandair Hotels Open verður haldið þann 23. júlí næstkomandi á Hamarsvelli í Borgarnesi.
Lesa meira

Hágæðagisting og söguleg arfleifð í samvinnu við Hilton

Icelandair Hotels og Hilton Worldwide hafa náð samkomulagi um samstarf við hótelrekstur í miðborg Reykjavíkur. Icelandair Hotels mun opna tvö ný hótel á næstu tveimur árum og hafa þau nú hlotið nöfn. Iceland Parliament Hotel verður í Landsímahúsinu gamla við Austurvöll og Reykjavik Consulate Hotel í Hafnarstræti. Með samkomulaginu við Hilton International hótelkeðjuna verða hótelin hluti af vörumerki sem nefnist Curio Collection, en þar er á ferð safn einstakra hágæðahótela í heiminum.
Lesa meira

Icelandair hótel hljóta menntaverðlaun atvinnulífsins 2016

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Icelandair hótel hlutu fyrr í dag Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016 á Menntadegi atvinnulífsins. Af þessu tilefni langar okkur til að þakka öllum þeim starfsmönnum sem komið hafa að starfsemi Hótelklassans, skipulagningu námsins og fræðslunnar, gerð fræðsluáætlunar og síðast en ekki síst kennslunni, fyrir sitt framlag.
Lesa meira

Icelandair Group hlýtur útflutningsverðlaun forseta Íslands

Icelandair Group hlotnaðist í dag sá heiður að hljóta Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Tilgangurinn með veitingu verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta fyrir þjóðina. Að sama skapi er markmið þeirra að heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Icelandair Hotels er hluti af Icelandair Group og því erum við afar stolt að hljóta þennan heiður og samgleðjumst innilega með öllum starfsmönnum Icelandair Group. Frá árinu 1989 hafa Útflutningsverðlaun forseta Íslands verið veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Lesa meira

Takk Reykjavík - fyrir gestrisnina og gleðina

Frá 7. til 30. apríl munum við ásamt Höfuðborgarstofu reglulega draga út allt að tíu heppna borgarbúa sem vinna gistingu fyrir tvo með morgunverði á Icelandair hótelunum Reykjavík Marina og Reykjavík Natura ásamt Reykjavík City Card.
Lesa meira

Happ dagar á Icelandair hótel Akureyri

Komið með í hamingju- og hollustuferð á Akureyri 15. - 18. janúar 2015.
Lesa meira

Icelandair hótel Reykjavík Natura hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2014

Icelandair hótel Reykjavík Natura hefur hlotið umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2014 en eitt af hlutverkum Ferðamálastofu er að hvetja til ábyrgðar í umhverfismálum innan ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000
Fax.: +354 444 4001

info(hjá)icehotels.is